Logi Jónsson skrifaði þann 2. júní 2017

Þingvangur (Pálmar Harðarson) hefur nú keypt Seljabrekku.

Logi Jónsson skrifaði þann 20. mars 2017

Föstudaginn 3. Mars var dælan í Seljabrekku gangsett eftir næstum þriggja ára hvíld. Niður var sett ný dæla, nýr mótor (franklin 6″), nýr kapall og öll 2″ rörin um 200 metrar, frá dælunni og upp úr holunni. Nú ætti allt að virka næstu árin.

Logi Jónsson skrifaði þann 8. september 2016

Sólveig og Örn sem búið hafa í Seljabrekku undanfarin ár eru nú flutt þaðan og Arionbanki tekið jörðina yfir (1.sept. 2016) eða kannski fyrr.

Samstarf hefur verið um miðlunar vatns milli bæjanna undanfarin ár og vonandi verður það þannig áfram.

Logi Jónsson skrifaði þann 9. september 2014

Hörður Úlfarsson og hans fólk hífði búnaðinn upp úr holunni í Seljabrekku með smá aðstoð frá mér og Össa í Seljabrekku, það kom í ljós að kapallinn og nokkur rör voru illa farin og þarf að skipta því út. Sennilega er  mótor og dæla í lagi en það er órannsakað á þessari stundu og er nú beðið átektar þar til dómur Gylfa Bjarnasonar hjá Ísleifi Jónssyni liggur fyrir.

Dómur Gylfa liggur nú fyrir (20.9. 2014) mótorinn ekki nothæfur, útleiðsla 2 mega ohm sem Gylfi telur  full mikið.

Logi Jónsson skrifaði þann 9. apríl 2014

Dælan í holu Seljabrekku (SB2) sló út sunnudaginn 6.4. og er útleiðsla í kapli eða mótor dælunnar, sennilega verður dælan hífð upp fljótlega og kemur þá í ljós hvað amar að. Seljabrekka er nú á vatni frá Hitaveitu selbæja (SB1). Dælan í Seljabrekku holunni hefur gengið án vandræða frá 28.1. 2008 eða í sex ár og telst það bara gott miðað við þann búnað sem notast er vanalega við í þessum holum köfunarhæfur(submersible) mótor

Logi Jónsson skrifaði þann 14. október 2013

Þann 24.9. 2013 virtist hafa komið leki að kaldavatnslögn okkar, lekinn fanst eftir mikla leit undir gömlu hænsnahúsi hér á Selvangi. Húsið var byggt ofan á leiðsluna um 1960. Það komu menn með hlustunargræjur en fundu ekkert enda ekki hlustað þar sem lekinn var:o) Ég taldi vonlaust að finna lekann undir gólfinu þar sem engin vissi hvar leiðslan liggur, var því tekið það ráð að grafa niður á leiðsluna beggja vegna hússins og tengja fram hjá leiðslunni sem er undir húsinu.

Lesa þetta til enda »

Logi Jónsson skrifaði þann 26. júlí 2012

Það er heil mikið að gerast í Kjósinni þessa dagana ef marka má fréttir . Það er gaman að það skuli finnast heitt vatn á köldu svæði eins og átti að vera þarna á Möðruvöllum. Til hamingju Kjósamenn. Lesa þetta til enda »

Logi Jónsson skrifaði þann 6. apríl 2012

Í gær 5. apríl 2012 gengum við frá holunni þ.e. tengdum varanlega rafmagnið að dælunni en við tengdum til bráðabirgða þegar henni var slakað niður. Nú hefur dælan gengið í tvær vikur og allt virðist í lagi. Þessi nýja dæla virðist dæla aðeins meira magni en sú gamla  sem gæti skýrst af fleiri þrepum (nýja er 44 þrep en sú gamla 42 ) en þetta hefur ekki verið mælt heldur er þetta tilfinning sem færsluhöfundur hefur.

Logi Jónsson skrifaði þann 25. mars 2012

24.3. 2012 fór dælan niður og var tengd dreifikerfinu. Þetta er 4″ dæla Sp5A-52 frá Grundfos með 6″ Franklin Hi Temp 90°C mótor. Dælan nýtir 44 þrep af þeim 52 sem hún hefur, 44 þrepa dælur sem henta í okkar tilfelli en eru ekki fáanlegar fyrir 6″ mótor þess vegna þarf þessa dælu til að fá  sæti fyrir 6″ mótor. Lesa þetta til enda »

Logi Jónsson skrifaði þann 10. ágúst 2011

Dælan var hífð upp fimmtudaginn 4. ágúst og skoðuð, þrýstilegan ónýt og sennilega mótorinn líka.